Hvers vegna verður fólk heft með aldrinum og þorir ekki að sýna tilfinningar sínar?
Parísarhelgin var alveg frábær og spurningin hér að ofan vaknaði við það að upplifa París með henni frænku minni. Hún þorði alveg að vera hún sjálf og sýna undrun sýna yfir hlutum sem eru ekki eins og hún er vön. Gladdist yfir hverri dúfu sem hún sá og var held ég bara á heildina litið ánægð með ferðina þrátt fyrir smá geðvonsku kast í "gömlu frænkunni" þegar fór að rigna og allt fólkið í Disney landi þvældist fyrir.
Efast þó um að mig langi aftur í Disney land í bráð, þar er jú alveg gaman að vera en allt of margir eru á sama máli og maður þverfótar varla fyrir fólki. Hugsanlega hægt að fara þegar það eru allir í skólanum!