Já þá er sumarið komið hér hjá mér. Síðustu viku hefur veðrið verið hreint út sagt dásamlegt og hitastigið í íbúðinni minni (sem ég efast ekki um að flestir hugsi um á hverjum degi) hefur farið upp í 24 gráður en helst svona um 20 vanalega. Ágætis tilbreyting frá 14 stigunum í vetur! Og þessum hitahæðum er náð án nokkurrar hjálpar frá rafmagnsofnunum.
Sem sé, hér er fínasta veður og veðurspáin lofar áframhaldandi blíðu.
Ég er búin að selja þvottavélina mína en annað ekki. Held að ég verði að taka myndir af draslinu sem ég á um helgina og reyni að plata e-a til að kaupa draslið fyrir lítið.
Fleira er ekki fréttnæmt, og reyndar var bara ekkert fréttnæmt hér í morgunsárið!!