Jæja svo fór sem fór!
Ég var alveg handviss um að Íslandi gengi vel í ár. Ástæðan er sú að síðast þegar ég horfði á keppnina í Frakklandi lentum við í 2. sæti. Einhvernvegin hélt ég þess vegna að það nægði að planta mér fyrir framan franskan sjónvarpsskjá og þá hefðist þetta.... það var greinilega misskilningur.
Ég verð bara að segja að ég skil þetta ekki, hvernig komumst við þá ofarlega í keppninni? Þetta var eina ráðið sem ég kunni.
;-)