Þannig fór um ísbjörn þann.
Sorgleg endalok fyrir vesalings hvítabjörninn (svo ég noti nú málvenjur þeirra sem til þekkja). Ég veit ekki alveg hvað skal segja eða hugsa. Segi bara frá viðbrögðum "samskrifstofunga" minna í staðinn en þeir áttu bara ekki til orð yfir ruddaskap Íslendinga að drepa friðað dýrið.
Ég held að þeim verði mikið létt þegar ég held aftur heim, það er ekki á friðsama Frakka leggjandi að deila skrifstofu með Íslendingi, við erum jú morðóð og virðumst drepa allt sem synt er (og jafnvel sitthvað fleira).
Annar þeirra er keppnismaður í sundi.
Þá að allt öðru. Ég fór að lesa bloggið mitt frá þeim tíma þegar ég var fjölmiðlafulltrúi Afríkufara. Enn hvað það var skemmtilegur tími, mig langar aftur í svona ferðalag! Ekkert endilega á sama staðinn en í svona ferðalag með fólki, skemmtilegu fólki :-) Það er nefninlega svo gaman að hafa e-a til að deila minningunum með. Og að skrifa um meðferðarmenn og skjóta aðeins á þá :-)
Já svo hélt ég áfram að lesa og í rauninni er skemmtilegast að lesa kommentin. Í þá daga var fólk duglegt að kommenta smá. Í kommentunum fann ég uppskrift að mannakjöti..... var búin að gleyma því og tek undir orð vinkonu sem kommentaði á eftir mannætunni, ekki vissi ég að ég þekkti mannætur.
Jæja best að fara heim og jappla á salatinu sem ég var að kaupa mér.