Já gott fólk, þetta hefur verið ágætis pása
Að vísu geri ég ekki ráð fyrir að vera komin aftur í bloggheima en þar sem ég er komin til Frakklands enn eina ferðina þá bara verð ég að skrifa smá.
Sumarið var áhugavert. Ég hef nú oft komið meiru í verk en þetta sumarið og gert fleira, í rauninni einkenndist sumarið af framtaksleysi en ég hafði það samt bara fínt og er ekki svekt yfir fáum fjallaferðum og útilegum. Það er nefninlega þannig að það kemur sumar eftir þetta sumar :-)
Hér í Clermont er lífið að falla í sinn vanagang, vinna myrkranna á milli með hlaupum út í hádeginu til að reyna að verða sér úti um smá næringu. Ég sé ekki fram á pásu til að anda fyrr en eftir næstu viku! Já þetta er fínt, annað en hangandahátturinn yfir mbl síðustu daga!