Nú verður mér ekki orða bundist!
Ég hef passað mig á því að tjá mig ekkert um þessa blessuðu kreppu og allt það sem henni fylgir, gantaðist þó með það þegar ég yfirgaf klakann að ég vonaði að landi væri enn fljótandi svo flugvélin gæti lent í lok mánaðar þegar ég ætla mér að koma heim.
Hvað haldið þið svo að ég hafi heyrt hér rétt áðan? Jú, að form íslenska möttulstróksins sé svipað þeim strókum sem eru að hverfa!!! Já ekki nóg með það að fjármálaheimurinn sé hruninn þá virðist bara vera að möttulstrókurinn, sem heldur landinu jú ofansjávar, sé að kulna*! Ég held því að best sé að skuldsetja sig bara áfram í topp, komandi kynslóðir og bara allt sem mögulegt er að skuldsetja, landið er hvort sem er að sökkva og skuldirnar hljóta verða látnar niður falla ef landið sem slíkt er ekki lengur til.
Nú er mér allri lokið!
*Ritað án allrar ábyrgðar