Ég vil nota tækifærið og þakka öllum fyrir samverustundir á árinu sem senn er á enda og hlakka til að hitta sem flest ykkar á nýju ári.
Ég geri ekki ráð fyrir að sjá marga fyrstu 4-5 mánuði ársins því nú er komið að lokakafla doktorsverkefnisins og ómögulegt er að fresta skrifum öllu lengur. Ég er því komin með kvíða og tilhlökkunarsting í magann og vona að ritstíflan fari að bresta.
Gleðilegt ár